Veður: 12,8°/40,9° heiðskýrt.
Í morgunn á meðan það var hæfilega heitt sló ég grasflötina.
Við fengum svo góða gesti í mat, þau Jónínu og Guðmund.
Þau eru hér til að ganga frá kaupum á landi, sem er í 110 Km. fjarlægð héðan til suðurs. Landið er alls 5000 fermetrar með fremur lélegu húsi, en þau geta notað það sem sumarbústað til að byrja með.
Þau verða þarna í þrjár vikur núna eru komin meðal annars til að ganga endanlega frá kaupunum á jörðinni.
Þeim finnst mjög spennandi að fást við að hreinsa til óæskilegan gróður sem þarna hefur skotið rótum því það er nokkuð langt um liðið síðan búsetu var hætt þarna.
Síðdegis fórum við með þau í búðir í Aveiro, það er margt sem þeim vanhagar um á nýja heimilið, svo þetta var eiginlega einskonar könnunar ferð til að sjá hvað væri til á markaðnum. Við fórum með þau í húsgagna og byggingavöruverslanir. Það var margt sem þau þurftu að skoða í þeirri síðarnefndu og eitthvert lítilræði keyptu þau þar.
Okkur tókst líka að finna til eitthvert lítilræði í poka, sturtuhaus og slöngu við hann auk lampa í svefnherbergið. Skemmtilegra en að fara tómhentur út.
Þau lögðu svo á stað til síns heima um sjöleitið, því þau vildu helst ná heim fyrir myrkur. Nú er orðið aldimmt hér klukkan níu.
Við ætlum svo að heimsækja þau þarna suður eftir einhvern næstu daga, en þau verða þarna til 24. september.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli