20 september 2006

Kveðjustund

Veður: 10,9°31,5° þoka fyrst heiðskýrt eftir hádegi.

Þá er fremur tómlegt í Kotinu í dag, því í morgunn fóru Jóna og Guðni suður til Algarve þar sem þau ætla eyða síðustu dögunum af fríinu sínu. Í gærkvöldi buðu þau okkur út borða á flottum veitingastað. Þar fengum við úrvals nautasteik og góðan heimalagaðan ís í ábæti.
Ég er búin þekkja Guðna og Jónu síðan Eyjagosið varð, eða síðan 1973.
Þau áttu þá hús í Vestmannaeyjum, en húsið þeirra lenti undir ösku eins og svo mörg önnur hús í Eyjum. segja þau verið grafa húsið upp, þau segja það fylgi því blendnar tilfinningar sjá myndir af rústunum og hefðu fremur kosið það hefði ekki verið hreyft við húsinu.
Guðni er járnsmiður og vann í smiðjunni hjá mér í nokkur ár eftir gosið og síðan hefur haldist góður vinskapur á milli okkar og fjölskyldu hans.

Við fórum á markaðinn í morgunn til kaupa kál og salatplöntur, sem er búið planta niður í garðinum. Við drifum í þessu, því það er spáð rigningu á morgunn.Vonandi það ekki allt í plati , eins og krakkarnir segja stundum.
Notuðum góða veðrið til vinna í garðinum.

Engin ummæli: