Veður: 16,9°/32,4° Eins og undanfarna daga var þoka í morgunn og svo orðið léttskýja um hádegi.
Eftir matinn fórum við að heimsækja Jónínu og Guðmund, en í gær voru þau að ganga endanlega frá kaupunum á landinu.
Þau eru búin að búa þarna í viku og eru mjög ánægð þarna. Þau eru að dytta að ýmsu og hreinsa til á landinu. Þau verða þarna í tvær vikur til viðbótar að þessu sinni.
Þau dúkuðu borð fyrir okkur í skógarrjóðri rétt við húsið, þetta leit ljómandi huggulega út, en verst að það voru nokkrar boðflennur sem leist líka mjög vel á þetta og fannst ilmurinn af kræsingunum verulega freistandi, en við vorum ekki eins hrifin af félagsskapnum. Þetta voru nokkrar vespur sem gerðu sig mjög heimakomnar. Sem betur fer létu þær sér duga að narta í matinn en ekki okkur, en það er ekki hægt að segja að við höfum setið í rólegheitum og notið veitinganna, þetta varð eiginlega einskonar kappát úr þessu við vespurnar.
Á heimleiðinni skoðuðum við gamalt þorp, þar eru þröngar götur og nokkur gömul og falleg hús. Einnig státar þorpið af fallegu virki sem gaman var að skoða, það var líka gaman að rölta um gömlu göturnar og síðan að setjast inn á kaffihús og fá sér góðan kaffisopa. Það er alveg öruggt að kaffið á kaffihúsunum bregst aldrei hér, það er alveg óhætt að treysta því að fá gott kaffi.
Myndin hér fyrir neðan er af hluta virkisins.
Á móts við Coimbra tókum viðalveg óvart smá víxlspor sem varð til þess að við sáum mjög fallega brú sem er nýbúið að byggja yfir Montego ána.
Það er ekki alltaf slæmt að taka víxlspor allavega ekki að þessu sinnin, því ef við hefðum ekki gert það hefðum við misst af að sjá þetta fallega mannvirki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli