11 september 2006

AMANHA/á morgunn

Veður: 13,2°/27,7° mestu skýja, en sólarstundir síðdegis.

Í morgunn rann upp langþráði dagur sem við eigum nýja bílinn afhentan, það voru vísu tíu klukkustundir í áætlaðan afhendingartíma þegar við opnuðum augun. Það er undarlegt hvað klukkustund getur orðið löng þegar maður er bíða hvað þá tíu klukkustundir í einni halarófu.
Þórunn stytti sér biðina í morgunn með því stífpressa svo buxurnar mínar, ég er ekki alveg viss um hvort ég get sest inn í nýja bílinn í þeim, þegar því verkefni lauk hjá henni dreif hún sig í klippingu.
Ég fann ekki annað betra ráð til tímann til líða en fara rótast í garðinum. Útbjó beð fyrir kálplöntur, setti í það safnhaugamold og tætti það með tætaranum. Moldin er svo þurr það er ekki hægt planta neinu í hana fyrr en það er búið rigna hvenær svo það verður er óvíst.
Það var hringt frá Toyota rétt fyrir matinn og okkur sagt því miður yrði bíllinn ekki afgreiddur fyrr en á morgunn, enn einu sinni þetta vinsæla AMANHA. Bíllin var tilbúinn til afhendingar en það var ekki hægt hann skráðan í dag. Eftir hafa verið á þessari skráningar skrifstofu í sambandi við skráninguna á hjólhýsinu kemur þetta ekki á óvart, því aðra eins þjónustu hef ég sem betur fer ekki séð í langan tíma. Ég þakka bara fyrir ef bíllinn fæst skráður á morgunn.
Okkur var boðið koma og skoða bílinn, þar sem hann stóð og beið eftir a sín skráningarnúmer.
Það þáðum við og fengum heim með okkur leiðavísirinn með bílnum það eru hvorki meira minna en tvær bækur, önnur upp á 450 síður en hin 170 síður. Þórunn verður ekki verkefnalaus á meðan hún er læra á þetta tryllitæki, spurning hvort það gefst nokkur tími til aka í honum.
Það verður fróðlegt sjá hvað gerist á morgunn, hvort þá kemur bara annað AMANHA.

Engin ummæli: