Þetta var eiginlega dæmigerður laugardagur. Gólfþvottur og tiltakt allt á sínum stað að ógleymdum grjónagrautnum og hvað er þá hægt að fara fram á meira, er þetta ekki uppskrift að laugardegi eins og hann á að vera.
Við krydduðum þetta samt aðeins með því að fara í búð síðdegis, þó það væri ekki bráðnauðsinlegt og til að gera aðeins meira úr þessu fengum við okkur kaffisopa í verslunarferðinni.
Á heimleiðinni litum við svo inn hjá Grössu, en fjölskyldan var öll í að þrífa og gera í stand hjólhýsið sem þau fengu hjá okkur í gær. Þau voru öll mjög ánægð með að vera komin með nothæft hjólhýsi.
Þegar við komum út í morgunn var fólk á götunni fyrir utanhúsið okkar og talaði mikið sem er nú frekar algengt hér en að þessu sinni var því óvenjumikið niðri fyrir og ekki að ástæðulausu. Í nót hafði einhver komið og sagað niður þrjú tré sem voru þarna og skemmt festingar sem héldu uppi vínvið sem er þarna. Það út af fyrir sig er ekki svo mikið tjón þó þessi tré séu eyðilögð, en öllu verra að svona skemmdarverk skuli vera unnið í þessu kyrrláta umhverfi sem hér er.
Þetta virðist hafa verið gert í þeim tilgangi að valda eigandanum tjóni eða ergja hann, þó það sé erfitt að láta sér detta í hug að nokkur maður eigi sökótt við þennan ágæta nágranna okkar.
Myndina hér fyrir neðan tók ég til að sýna hvernig sést inn í garðinn hér eftir að hjólhýsið fór, enn það skyggði alveg á þetta sjónarhorn til garðsins frá götunni. Eins og sjá má er Þórunn búin að raða blómapottum á brúnina á stéttinni þar sem hjólhýsið var áður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli