Veður. 14,3°/30,8° Skýjað fyrst, en síðan léttskýjað.
Morguninn var notaður í að þrífa bílinn, því á morgunn á að afhenda hann í skiptum fyrir annan nýjan.
Við fengum þennan bíl í skiptum fyrir Skoda fyrir tæpum tveim árum og þá var þessi bíll ársgamall.
Þá var maður að reyna að vera hagsýnn og kaupa sér notaðan bíl, því það eru svo mikil afföll af nýjum bílum fyrsta árið. Að þessu sinni á að láta slíka skinsemi lönd og leið og kaupa sér nýjan bíl.
Þessi Opel hefur reynst okkur vel og gerir allt sem búast má við af honum, en mér finnst hann ekkert spennandi, svo ég kveð hann eiginlega ekki með neinni eftirsjá. Það er með bíla eins og aðra hluti þeir höfða misjafnlega til manns, Þórunn hefur verið sáttari við þennan bíl en ég.
Mér telst til að þetta sé seytjándi bíllinn sem ég hef átt um dagana og ekki hafa þeir allir berið í háum gæðaflokki. Sumt voru ryðgaðar druslur sem fengust ódýrt og maður ryðbætti og málaði, það þurfti eiginlega að smíða þá upp að nýju að töluverðu leiti, en þetta var eina leiðin til að geta eignast bíl, þegar líka var verið að byrja búskap og byggja hús.
Hér fyrir neðan er mynd af Þórunni þar sem hún brosir breytt þegar við fengum Opelinn, nú er eftir að sjá hve breytt brosið verður þegar hún fær alveg nýjan bíl.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli