Veður: 10,7°/25,3° smá skúr fyrst í morgubb, en þurrt það sem eftir var dagsins og sólastundir öðru hvoru.
Við fórum í leikfimi í morgunn eins og vera ber á föstudegi, ekki veitir af að liðka sig aðeins.
Í morgunn hringdi ég í Pétur vin okkar sem býr í Aveiro og bauðst til að sækja hann, svo hann gæti reynt hvernig er að sitja í nýja bílnum okkar og um leið að borða með okkur hádegismat. Það var nú ekki flókin matreiðsla sem var viðhöfð,því Pétri var boðið upp á grjónagraut, en slíkan mat fær hann hvergi hér í landi nema hjá okkur. Það er borðað talsvert af soðnum grjónum með mat hér í landi, en grjónagrautur eins og við þekkjum frá Íslandi er ekki á borðum í Portúgal.
Pétri líkaði vel við nýja bílinn.
Síðdegis var ég að hreinsa rósabeðið, því nú taka rósirnar vel við sér eftir að það fór að rigna og hamast við að opna ný blóm.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli