Veður: 16,4°/35,2° skýjað og þoka í morgunn, en léttskýjað síðdegis.
Við byrjuðum í leikfimi í morgunn eftir sumarfrí.
Matthild grannkona okkar er vön að vera okkur samferða í leikfimina, en nú er hún og bóndi hennar í sjúkraþjálfun svo hún kemst ekki í leikfimi á meðan á sjúkraþjálfuninni stendur.
Þau hafa fengið sjúkraþjálfun á hverju ári nokkur undanfarin ár.
Það var vinalegt að sjá leikfimihópinn á ný og allar voru þær mjög vel málhressar að vanda.
Hún Teresa leikfimikennari fékk svo slæman verk í bakið í morgunn að hún var alveg að sálast en lét sig samt hafa það að kenna okkur og gera æfingarnar með okkur.
Það var annar í sultugerð hjá Þórunni í dag. Það er svo mikið af fíkjum hjá okkur í ár að við komumst ekki yfir að borða þær allar ferskar, svo Þórunn er að nýta þær í sultu. Í gær blandaði hún saman fíkjum og marmelos, en í dag voru það fíkjur og epli sem hún blandaði saman.
Báðar þessar sultutegundir bragðast mjög vel.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli