Veður: 12,3°/29,6° léttskýjað.
Við buðum Grössu ásamt eiginmanni og dóttur í sunnudagsbíltúr í dag.
Við ókum til norðurs nálægt ströndinni til borgar sem heitir Viana Do Castilo.
Þetta er um 140 Km vegalend þangað héðan að heiman og þegar komið er til Viana er orðið stutt til landamæra Spánar í norðri.
Það eru mörg falleg hús í þessari borg og gaman að rölta um göturnar í gamla bænum, það er líka búið að gera mjög snyrtilegt á árbakkanum, en borgin stendur á bökkum Lima árinnar og í ármynninu er stór og góð höfn.
Þau hjón buðu okkur í mat í Viana á góðu veitingahúsi við gamla miðbæinn.
Myndin hér fyrir neðan er tekin á torgi í gamla bænum. Það eru fleiri myndir frá borginni inni á myndasíðunni.Smellið á myndir hér til hæri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli