31 október 2006

Komin í samband

30. október

Veður:13,8°/26,4° mestu skýjað í dag og lítilsháttar rigning í kvöld.

Þegar ég ætlaði setja pistilinn minn inn á dagbókina í gærkvöldi tókst mér ekki opna síðuna mína og eftir nokkrar árangurslausar tilraunir reyndi ég endurræsa tölvuna, því ég hélt þetta væru ef til vill einhverjir dyntir í henni, en það breytti engu,.Þá fór læðast mér slæmur grunur um ekki væri allt með felldu með nettenginguna og það var ekkert samband út á netið og þegar síminn var athugaður var sama upp á teningnum, ekkert samband.
Þegar hér var komið sögu var klukkan langt gengin í ellefu, svo það var ákveðið sofa á þessu í nótt og vona þetta væri komið í lag með morgninum, en það reyndist allt vera sambandslaust í morgunn alveg eins og í gærkvöldi.
Eftir morgunkaffi hringdi Þórunn í símafélagið og tilkynnti bilunina og var sagt það yrði haft samband fljótlega.Þegar klukkan var langt gengin í þrjú hringdi hún aftur, en það var engin svör hafa um hvað væri að, og eina loforðið sem var gefið var þetta yrði komið í lag innan 48 stunda frá því tilkynnt var um bilunina. Við höfum áður heyrt svona yfirlýsingar, svo við erum ekki allt of bjartsýn á þetta standist.
Það er líka símasambandslaust hjá tveim nágrönnum okkar sem við vitum um, það geta verið fleiri án þess við vitum um það. Þeir eru ekkert æsa sig yfir svona smáræði, enda ekki leika sér á netinu eins og við.
Daglegt líf fer talsvert úr skorðum hjá manni þegar ekki er hægt vera á netinu, því það fer talsverður tími á degi hverjum í lesa blöð á netinu og leita sér einhverjum upplýsingum.

Rósa og Geiri komu hér í morgunn og borðuðu svo með okkur hádegismat.

Síðdegis fórum við til Aveiro, meðal annars til reka á eftir handbók á ensku yfir Priusinn. :að eru verða nær tveir mánuðir síðan þessi bók var pöntuð og enn er hún ókomin. Þegar við sögðumst vera mjög ósátt við þessa þjónustu, var okkur bara vinsamlegast bent á við værum í Portúgal og svona gengu hlutirnir fyrir sig þar. Því miður erum við oft búin heyra þessa setningu og á meðan fólk tekur það sem sjálfsagðan hlut svona þetta bara í Portúgal og gerir ekkert til bæta úr því er ekki mikil von um framför.

Engin ummæli: