06 október 2006

Leikfimi

Veður: 8,6°/23,3° alskýjað í dag og rigningarúði í kvöld.

Þá er kominn föstudagur einu sinni enn og þar með leikfimidagur fyrir okkur eldriborgarana. Í tilefni viku eldriborgara þessa vikur var breytt til í leikfiminni og okkur kennt jóga í stað venjulegrar leikfimi. Það mætti þarna jógakennari ásamt tveim aðstoðarmönnum, konu og karli, en þau voru til sýna okkur hvernig ætti gera æfingarnar, þrátt fyrir góðar fyrirmyndir held ég almennt hafi vantað talsvert upp á við bærum okkur rétt þessu, en allir sýndu góða viðleitni. Og það sem verður eiginlega teljast til stórtíðinda var það var nær því þögn í salnum allan tímann í stað þess sem venjulega er þegar allir tala hver í kapp við annan, svo það heyris varla til kennarans.
Þessi kennari féll í sömu gryfju og aðrir leikfimikennarar hér vera með tólist sem undirspil, en það hátt stillta það var erfitt heyra það sem hún var segja. Þetta var sjálfsögðu einhver kínversk tónlist ég held en ég er ekki vel mér í þeim málum.
Það var reglulega gaman kynnast þessum æfingum aðeins, en þetta voru talsvert öðruvísi æfingar en ég kynntist þegar ég var í jóga með félagsmönnum í Blindrafélaginu fyrir mörgum árum.

Síðdegis fórum við til Aveiro í smá innkaup og þá tók Þórunn eftir því það er búið opna bensínsölu við annan stórmarkað í Aveiro. Það er líklega orðið um það bil ár síðan fyrri opnaði sína bensínsölu og hefur selt bensínið um það bil fimm krónum ódýrar en venja er á almennum bensínstöðvum. Þetta hefur orðið til þess bensínstöðvar í næsta nágrenni við þennan markað hafa neyðst til lækka verðið. Þessi nýja stöð seldi lítrann sjö krónum ódýrar en bensínstöð sem er hér í næsta þorpi við okkur.

Engin ummæli: