31 október 2006

Sumarstemming

29 október

Veður: 11,6°/32,7° léttskýjað, en dálítið mistur í lofti.

Þá er þessi sólarhringur verða liðinn og það þó hann væri aðeins í lengra lagi, eftir klukkunni var seinkað um eina klukkustund. Eftir tímabreytinguna kemur sólin upp hér í dalnum skömmu fyrir átta á morgnana og sest upp úr klukkan fimm og þá er komið myrkur klukkan sjö á kvöldin.
Enn eru tæpir tveir mánuðir í skemmsta sólargang og þar með fyrsta vetrardag hér, enda fátt sem minnir á vetur þessa dagana. Hitinn hefur farið yfir þrjátíu gráðurnar núna síðustu dag, svo þetta er eins og góðir sumardagar.

Við fórum út borða í dag í tilefni brúðkaupsafmælisins okkar sem var 12. þessa mánaðar. Þann dag vorum við stödd á Spáni og ætluðum halda upp á afmælið þar með því borða góðan mat, en okkur tókst ekki finna neinn góðan matsölustað þann daginn, svo við ákváðum bara fresta þessu þar til síðar.
Við fórum á stóran veitingastað sem við þekkjum og vitum við fáum góðan mat og þjónustu, það brást heldur ekki í dag.
Það virðist sem það séu nær eingöngu fjölskyldur sem koma í mat á þessum stað á sunnudögum. Ýmist stórfjölskyldan, þá er ég tala um ömmu og afa og ættliðina þar á eftir. Svo eru líka ung hjón með sitt barn, því fæstir eignast nema eitt barn hér í dag, það heyrir til undantekninga ef hjón eignast tvö börn.
Ekki kann ég neina viðhlítandi skíringu á hvað það er sem veldur því svona börn fæðast hér í landi, þar sem nær öll þjóðin er kaþólskrar trúar og kirkjurækin og eins og allir vita þá bannar kirkjan allar getnaðarvarnir.Það hvarflar mér einhver svíkja lit.
Eftir matinn fórum við niður strönd til okkur gönguferð í góða verðinu. Það var mjög margt fólk á ferli í strandbæjunum, þó það væru ekki margir í sólbaði, en hitinn var nær þrjátíu gráður svo það var hægt fara í sólbað ef fólk kærði sig um.
Ég tók nokkrar myndir niður við strönd og er búinn setja þær inn á myndasíðuna mína.
Smellið á Myndir hér til hægri til skoða myndirnar.

Engin ummæli: