01 október 2006

Góður sunnudagur

Veður: 17,8°/24,7 rigningaskúr í morgunn, en léttskýjað síðdegis.

Þórunni vantaði límmiða til prenta á og merkja með á sultukrukkurnar, svo við brugðum okkur í góða veðrinu niður í Aveiro.
Fórum í ritfanga og tölvuverslun sem við höfum oft verslað í og ætluðum ganga límmiðunum á sama stað og venjulega. Þegar við komum inn í verslunina héldum við við værum villast, því það var búið skipta um allar innréttingar og breyta allri niðurröðun í versluninni, svo það tók okkur góðan tíma finna það sem við vorum leita að. Þessi verslun er ekki orðin þriggja ára og búið skipta um allar innréttingar.
Þessi verslun er í stórum verslunarkjarna, þar sem er sér inngangur í hverja verslun. Þarna var því líkur mannfjöldi í dag öll bílastæði voru full og er bílastæðið samt mjög stórt.
Eftir hafa verslað þarna fórum við í kaffi í sem heitir Ilhavo og hefur sér það meðal annars til ágætis vera vinabær Grindavíkur.
Eftir kaffisopann fórum við í gönguferð um bæinn og komum meðal annars í gamalt hverfi með mjög þröngum götum, þar var talsvert af húsum sem ekki er búið í og eru þau í mikilli niðurníðslu og þökin á sumum þeirra fallin niður.
Á heimleiðinni litum við inn hjá Grössu og Arthur, eftir spjall og kaffi þar var svo haldið heim.

Engin ummæli: