26 október 2006

Tilviljun???

Veður: 15,5°/24,0° Lítilsháttar rigning framundir hádegi, en sólarstundir síðdegis.

Vorum að vinna í tölvunum í morgunn, erum enn að vinna við myndir sem við tókum í ferðalaginu, nú svo þarf líka að lesa Moggann og þvælast á netinu.
Þórunn fór líka í brjóstaskoðun fyrir hádegi. Það er notuð færanleg skoðunarstöð fyrir brjóstaskoðanir hér í Portúgal. Stöðinni er stillt upp við heilsugæslustöðina á hverjum stað. Það er góð regla á því að boða komur til skoðunar á tveggja ára fresti.
Fyrir neðan pistilinn set ég mynd af skoðunarstöðinni og stólunum fyrir utan hana, fyrir þær konur sem þurfa að bíða eftir að komast að.
Að sjálfsögðu er þeim líka heimilt að bíða inni á heilsugæslunni ef eitthvað er að veðri.
Það virðist sem haustkvef eða einhverjir kvillar séu hér á ferðinni núna, ef dæma má eftir öllum þeim fjölda sem beið eftir að komast að hjá lækninum sínum í morgunn.

Síðdegis fórum við til Aveiro til að versla og ætluðum að ná tali af manni sem hefur séð um þjónustu varðandi sjónvarpið hjá okkur og gervihnattadiskana sem við þurfum að nota hér til að ná útsendingum sjónvarpsins.
Eitt sinn vorum við með áskrift að því sem heitir Tv. Cabo, en sögðum þeirri áskrift upp þegar þessi náungi bauð okkur sjóræningjakort. Það kort virkaði með skrykkjum í nær tvö ár, en nú hefur honum ekki tekist að finna nýjan lykil í nokkra mánuði svo við ætluðum í dag að biðja manninn um að sjá um að koma okkur í áskrift á ný, en þar sem hann var ekki við varð ekkert af því.
Það merkilega við þessa sögu er að í kvöld er hringt frá Tv. Cabo til að athuga hvort við séum til í að koma aftur í áskrift til þeirra. Tilviljun eða hvað? Við þáðum þetta boð, en það er ekki alveg ljóst hvort við þurfum að kaupa nýjan búnað til að ná útsendingunni, ef það reynist nauðsynlegt kemur maður frá fyrirtækinu 2. nóv.

Við litum aðeins inn hjá G.og R. Á heimleiðinni, þar hittum við Eyjólf en hann hefur ekkert samband haft við okkur í marga mánuði.

Engin ummæli: