Veður: 15,7°/24,4° Skýjað fyrst í morgunn, en orðið léttskýjað um hádegi.
Það rigndi víst mjög mikið í nótt með þrumum og öllu tilheyrandi, en ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en ég kom út í morgunn og leit á úrkomumælinn minn. Það er nú ef til vill ofrausn að nefna þetta úrkomumæli, því þetta er bara emalerað hvítt vaskafat sem stendur hér úti á verönd og þjónar sem úrkomumælir.
Það voru svo nágrannarnir sem sögðu mér frá þrumunum.
Það var svo sagt frá því í sjónvarpsfréttum að það hefði orðið talsvert mikið tjón af völdum flóða hér sunnar í landinu.
Það var svo ágætisveður í dag og þá gat ég lokið við að slá grasflötina og á meðan var Þórunn að vina í sinni deild, sem er blómadeildin.
Nú er ég loks búin að koma dagbókinni sem ég skrifaði á meðan við vorum á ferðalaginu um Portúgal og Spán inn á heimasíðuna mína.
Það eru líka komnar myndir frá ferðalaginu í myndaalbúmið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli