Veður: 15,8°/24,4° skýjað að mestu.
Nóttin hjá mér var fremur leiðinleg, því ég var með uppköst, en slíkt hefur ekki hent mig í mjög langan tíma og í dag hef ég verið með hita svo ég hef að mestu sofið í allan dag, en er nú að hressast.
Grassa vinkona okkar kom hér í dag og hún var ekkert að velkjast í vafa um hvers vegna ég væri veikur.
Þetta er bara af því að þú ert ekki nógu passasamur með að vera með húfu þegar þú ert úti í sólskini, ef maður passar ekki vel upp á slíkt, þá veikist ónæmiskerfið og þess vagna ert þú veikur núna. Þá veit maður það.
Síma og tölvusamband komst á síðdegis eftir nær tveggja sólarhringa bilun. Ástæðan fyrir biluninni var að símalínunum var stolið. Það eru allar símalínur hér loftínur, svo það er auðvelt fyrir óprúttna að komast að þeim. Það voru nokkur þorp sem urðu sambandslaus.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli