Veður. 3,8° / 17,2° Sól fram yfir hádegi, en byrjaði að rigna um sexleitið, sú úrkoma kemur með veðurathugun morgundagsins.
Fórum til Albergaria síðdegis til að sækja hjólið mitt eftir viðgerðina, það var tilbúið á þeim tíma sem lofað var en það bíður betri tíma að nota það. Við fórum í góða gönguferð í Albergaria um leið og við sóttum hjólið, en það var lítið um að vera, því það er einhver heilagur dagur i tengslum við Maríu mey og þar af leiðandi flestar verslanir lokaðar. Markaðurinn sem venjulega er opinn á laugardögum var hafður í gær, svo fólk gæti ótruflað helgað sig Maríu í dag.
Vinir okkar Patricia og Rui komu í kaffi og okkur þótti við hæfi að hafa á borðum köku konungsins, en það er mjög vinsæl kaka hér í landi og er bara á borðum í desembermánuði, breyttum samt út af hefðinni með því að bera fram ís með kökunni og gestir okkar kunnu vel að meta það. Þessi kaka er skreytt með sykruðum ávöxtum og súkkat og eitthvað af þurrkuðum ávöxtum er í kökunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli