Veður: - 2° / 18,4° léttskýjað.
Þá er runninn upp sextándi aðfangadagur jóla hjá mér hér í Portúgal og ég virkilega nýt þess að halda jól hér í góða veðrinu, sakna ekki rigningar roks, eða snjós og frosts á Íslandi. Það var mjög þægilegt að setjast út með kaffibollann sinn eftir matinn í dag og fara svo út í garð og hreinsa burt illgresi úr rósabeðinu, því þó rósirnar séu í hvíld núna þá unir illgresið sér engrar hvíldar. Það er líka gott að hlusta á söng smáfuglanna í trjánum í garðinum, það er virkilega ljúfur jólasöngurinn hjá smáfuglunum.
Ég skil ekki það fólk sem býr erlendis og er að rembast við að halda íslensk jól þar með íslenskum mat í stað þess að njóta þess að halda öðruvísi jól og njóta þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða í mat og siðvenjum.
Þá læt ég þessu nöldri lokið, enda ekki við hæfi að nöldra í dag sæmra að óska lesendum þessara pistla gleðilegra jóla hvar og hvernig sem þeir halda sín jól.
2 ummæli:
Flott mynd og jólaleg, Gleðileg jól í Austurkot frá okkur hér í Ciudad Qeusada
kveðja að austan
Jón Grétar og Guðmundur
Gleðileg jól enn og aftur.
Ja eitt er víst Palli minn, að við setjumst ekki út með kaffibollann í dag á jóladag. Hér snjóar og snjóar og skreytingarnar á pallinum eru komnar á kaf. Það hefur mikið verið óskað eftir jólasnjó og það mætti halda að almættið hafi uppfyllt þá ósk með því að láta okkur fá hann ómældan svo við hættum þessu kvarti.
Kær kveðja frá okkur Hauki til ykkar Þórunnar.
Skrifa ummæli