04 desember 2007

Veiðimenn

Veður: 2,7° / 20,2° Léttskýjað.

Fórum á stúfana í morgunn til kaupa nýtt ljós á veröndina í stað gömlu seríunnar sem var biluð. Ekkert vantaði upp á það væri nægt úrval af ljósgjöfum, slöngur og seríur með mismunandi perum. Mín meining var ljósaslöngurnar væru fallegri en peruseríurnar, en þar var betri helmingurinn ekki alveg sammála mér, en ég ætla eftirláta lesendum mínum ráða í hvernig sería var keypt, en það er búið setja seríuna upp og hún sómir sér sjálfsögðu vel. Svona svo umhverfið fyrir jólaljósin væri við hæfi fékk veröndin sína hreingerningu í dag með háþrýstiþvottavélinni.
Þegar við vorum búin kaupa ljósið fórum við niður strönd til hressandi gönguferð við hafið. Það var alveg rjómalogn og sólskin, en það er ekki oft sem er alveg logn við hafið, en það kemur fyrir. Við gengum meðal annars eftir hafnargarði sem er i000 metra langur og er mikið sóttur af stangveiðimönnum. Það voru mjög margir við veiðar í dag, eða öllu heldur reyna veiða, því aldrei hef ég orðið vitni því þeir veiði nokkra bröndu, þá þeir séu með langar og vígalegar stangir og sumir með tvær frekar en eina.









1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta sést líka hér á spáni, en sjaldan sér maður að þeir veiða eitthvað. ég keypti mér svona 4,5m stöng og ætla að reyna að veiða eithvað...