18 desember 2007

Veður

Veður: - 4,9° / 12° úrkoma 3 mm.

Loksins kom að því að við fengjum rigningu hér, það byrjaði að rigna um hádegið en það hefur verið farið frekar sparlega með dropana enn sem komið er, en það er spáð rigningu næstu tvo daga og vonandi verður þá settur meiri kraftur í þetta en í dag. Það hljómar sjálfsagt undarlega í eyrum íslendinga sem eru að drukkna í vatni að heyra óskir um mikla rigningu. Það hefur allt of lítið rignt hér í haust og ef það rignir ekki að gagni það sem eftir er vetrar verður frekar lítið um vatn hér næsta sumar.

Engin ummæli: