Veður: - 6,3° 14,2° Léttskýjað
Í gærkvöd þegar var orðið dimmt fór Þórunn og tók mynd af húsinu og nýju sólstofunni hjá nágrönnum okkar, síðan prentaði hún myndina og færði þeim, þau voru svo ánægð með myndina að það var eins og verið væri að færa þeim heilt hús að gjöf. Í dag þegar við litum til þeirra voru þau búin að innramma myndina og hengja hana upp í nýju sólstofunni. Hér fyrir neðan er mynd af myndinni og svo af þeim hjónum og myndinni.
3 ummæli:
Vel til fundið hjá ykkur. Þau geta á svo margan hátt verið þakklát fyrir nágrannana sína þau Manuel og Mathild.
Hafið það gott í Austurkotinu sem nú er líklega orðið jólalegt og verður jólalegra með hverjum degi aðventunnar. Þið eruð sko heppin að vera komin burt úr rokinu og rigningunni.
Kær kveðja úr okkar koti
Ekki skil ég hva ég lendi oft í að nafnið mitt kemur ekki fram í commentum mínum. Það er sem sé Ragna sem er ekki klárari en þetta.
Sæl Ragna.
Ég giskaði strax á hver höfundurinn væri. Við erum líka sérlega heppin með granna. Ég er ekki frá því að það verði eitthvað minna skreytt hér fyrir þessi jól en venjulega og þar er um að kenna að Þórunn fékk að opna jólapakkann sinn fyrirjól, þar á eg við IMac.
Þið eigið samúð okkar að þurfa að þola þetta óveður alla daga. Kær kveðja.
Palli
Skrifa ummæli