11 desember 2007

Húskuldi

Veður: - 1,9° / 18,6° léttskýjað.

Í gær orðuðum við það við nágranna okkar þau Mathild og Manúel fara til Porto í dag til skoða nýju IKEA verslunina þar. Mathild var strax til í fara en bóndinn hafði engan áhuga á því fara með, þó hann hættur vinna og hafi lítið við vera er hann ekki gefinn fyrir vera ferðast eitthvað svona óþörfu. Við fórum af stað klukkan ellefu í morgunn, því það er klukkutíma akstur til Porto og það var meiningin borða kjötbollur framreiddar hætti Svía. Mathild kunni vel meta bollurnar, fannst þær mjög góðar og góð tilbreyting þurfa ekki elda sjálf, vísu var hún búin finna til eitthvað handa bónda sínum til borða á meðan hún var fjarverandi. Þó Mathild mjög fótfúin og eigi erfitt með gang, fannst henni mjög gaman skoða sig um í IKEA, enda margt sjá þar. Það var lítið verslað í þessari ferð, en Mathild keypti sér grind til þurrka á þvott og eina ljósaseríu sem búið er setja í glugga á nýju byggingunni yfir veröndina þeirra.
Á heimleiðinni í bílnum hafði Mathild orð á því sér væri búið líða svo vel í dag, því sér hefði verið mátulega heitt í allan dag, en heima væri sér alltaf kalt. Þetta segir alt sem segja þarf um hvernig fólki líður hér yfir vetrarmánuðina, því almennt eru húsin sama og ekkert hituð upp og þegar hitinn fer niður í frostmark um nætur verður mjög kalt inni. Það er líka nokkuð algengt sjá fullorðið fólk setjast undir húsvegg þar sem sóli skín til reyna einhverri hlýju í krppinn.

Engin ummæli: