Veður: 3,5°/17,5°. Það er eigilega dálítið flókið að lýsa skýjafarinu í dag. Fyrst í morgunn var alveg blindþoka og afleiðingarnar af því voru meðal annars margra bíla árekstur ekki langt í burt héðan þar sem sex manns slösuðust og nokkrir bílar voru ónýtir. Sólin var búin að leysa sundur þokuna um tíu leitið og fékk að ausa geislum sínum óáreitt yfir okkur fram yfir hádegi, en þá fóru ský að færast upp á himininn, en höfðu ekki lamga viðdvöl, því nú klukkan tíu er orði stjörnubjart.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli