23 desember 2007

Veður

Veður: 1,9° / 18,5° léttskýjað.

Fórum til Aveiro í dag svona til að sjá hvernig Portúgalar bæru sig að við jólainnkaupin. Það var margt ummanninn í öllum verslunum og mikið verið að skoða og spekúlera í hlutunum. Það voru óvenjumargir með börn með sér og þau virtust full eftirvæntingar. Við byrjuðum á að fá okkur að borða áður en við f´rum í búðir, þurftum lítið að versla, þessi ferð var aðallega farin til að sjá aðra versla. Í einni verslun hér eru komnir kassar þar sem maður afgreiðir sig sjálfur og að sjálfsögðu prófuðum við að nota slíkan grip og það gekk bara vel.

Engin ummæli: