25 desember 2007

Loksins rigning.

Veður: 0,7°/13,1° úrkoma 9mm. Sást aðeins til sólar fyrst í morgunn, en um hádegi var orðið alskýjað og byrjaði að rigna um kaffileitið.

Vorum í matarboði í kvöld, að portúgölskum hætti var allt of mikill matur á borðum. Það var notaleg stund sem við áttum með þessari góðu fjölskyldu, en það sem mér er minnisstæðast eftir heimsóknina að um tíma voru sex portúgalskar konur staddar í sama herbergi og allar töluðu í einu, það er nú einum of mikið af því góða.

Engin ummæli: