17 desember 2007

Verðmunur

Veður: - 6,1° / 14,2° léttskýjað.

Þegar ég var á Íslandi var ég svo óheppin að það brotnaði hjá mér ein tönn, sem kom ekki sérstaklega á óvart því ég vissi að hún var orðin léleg. Ég fór til tannlæknisins míns á Íslandi til að fá að vita hvað kostaði að setja nýja tönn í skoltinn á mér, jú eftir að hafa reiknað á sína reiknivél sagði tannlæknirinn mér að minn hlutur í kostnaðinum yrði um 80 þúsund krónur í viðbót við greiðslu frá TR: Ég sagði nei takk við góðu boði, því ég vissi alveg hvað þetta kostaði hér í Portúgal. Ég var hjá tannlækninum mínum hér í dag og hann er byrjaður á verkinu og endanlegur kostnaður verður 32 þúsund. Verkið er unnið nákvæmlega eins hér og á Íslandi notuð sömu efni og sömu verkfæri, svo þetta er óskiljanlega mikill verðmunur. Með greiðslu TR. Er verðmunurinn á einni einustu tönn rúmlega 100 þúsund krónur og þarna er verið að bera saman nákvæmlega sömu aðgerð í báðum tilvikum.

Engin ummæli: