Veður: 8,4° / 14,3° úrkoma 2mm. Sólinni tókst aðeins að líta til okkar fyrst í morgunn, en svo var rigningarúði frá hádegi til klukkan fimm.
Byrjuðum daginn vel með því að mæta í leikfimina okkar. Um hádegið var farið með jólakortin í póst, en Þórunn er búin að sitja sveitt við að búa til jólakort síðan við komum heim, ætlunin var að kaupa tilbúin kort hér til að senda að þessu sinni, því Þórunn hélt að tíminn væri of skammur til að hún næði að búa þau til í tæka tíð, því við komum svo seint frá Íslandi, en svo bretti hún upp ermar og lauk þessu í tæka tíð.
Þegar kortin voru kominn í póst fórum við út að borða á stað sem er með hlaðborð í hádeginu og okkur líkar maturinn þar mjög vel og enn betur fellur okkur við verðið fyrir matinn 11 evrur fyrir okkur bæði, eða innan við eitt þúsund krónur. Við fórum aðeins í búðir í leiðinni og meðal annars í búðina þar sem ég var grunaður um búðarhnupl á dögunum, en nú steinþagði þjófavörnin sem betur fer.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli