Veður: 7,2° / 17,9° léttskýjað.
Byrjuðum daginn á að fara í leikfimi, þegar heim kom fékk bíllinn sitt jólabað, en hann var orðinn svolítið rykugur. Næsta verkefni var að fara til tannlæknisins, ég minnist þess ekki að hafa áður verið kominn í stólinn á bókuðum tíma, venjan er að þurfa að bíða í góða stund. Ég fór út með einni tönn fleiri í skoltinum en þegar ég kom. Tannlæknirinn segir að rótin á þessari tönn sem brotnaði síðast sé svo léleg að það svari ekki kostnaði að setja krónu á hana, heldur setti hann einhverja ódýrari útgáfu, sem hann segir að geti dugað í nokkur ár. Síðasta stóra verkefni dagsins var svo að nota góða vðeðrið til að fara í gönguferð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli