19 júlí 2006

Bara skoða.

Veður: 18°↓° Skýjað framan af degi, en léttskýjað síðdegis.
Það gerði mikið þrumuveður hér í gærkvöldi. Þetta byrjaði rólega, við fórum að sjá eldingar á himni, þar sem við sátum úti á veröndinni með gestum okkar. Ljósadýrðin færðist svo nær og nær þar til við fórum að heyra þrumugnýinn og um tíma í nótt gekk bara talsvert mikið á.
Það var talsverð rigning með þessu, sem var mjög vel þegin.

Gestirnir sem eru hér og við skiptum liði í morgunn, í karla og kvennalið.
Kvennaliðið fór auðvitað á markaðinn og undi sér mjög vel þar við að skoða föt og eitthvert lítilræði var líka keypt. Það væri fróðlegt rannsóknarefni að telja hvað það eru skoðaðar margar tuskur fyrir hverja eina sem keypt er.
Við strákarnir fórum í dótabúð með rafmagnstæki myndavélar og margt fleira, þar var sama sagan margt skoðað en lítið verslað. Klaus keypti sér Expreso kaffikönnu og þráðlausan hljóðnema og hátalara við farsímann sinn.
Ég bara skoðaði, það er sagt að það kosti ekkert að skoða, en ég er ekki viss um að það sé alveg rétt, því það leiðir oft til þess að það sem verið var að skoða verður keypt síðarmeir, þegar maður er búinn að sannfæra sjálfan sig um að mann bráðvanti þennan hlut sem skoðaður var.

Gestirnir fóru svo á ströndina síðdegis og eru þar enn þegar þetta er skrifað klukkan að verða átta.

Við unnum smávegis í garðinum í dag.

Engin ummæli: