Veður: 16°/29° Heiðskýrt.
Harpa og fjölskylda kvöddu okkur í morgunn og héldu aftur til Algarve, þar sem þau ætla að dvelja það sem eftir er af sumarleyfinu. Það var mjög ánægjulegt að fá þau í heimsókn, en verst hvað þau stoppuðu stutt.
Síðdegis fórum við í búðir, svona til að kaupa eitt og annað smálegt til heimilisins.
Það bilaði spennubreytir við skannann hjá okkur. Við erum búin að leita talsvert að spennubreyti frá H/P en fundum ekki neinn slíkan svo við keyptum einhvern sem átti að passa fyrir næstum hvað sem er. Þegar til kom passaði ekki tengingin í skannann, svo ég reyndi að færa tenginguna af gamla spennubreytinum á þann nýja, en þetta vill ekki virka hjá mér. Ég eyddi löngum tíma í að bauka við þetta í kvöld en án árangurs.
Ég var að vinna í myndum á meðan Þórunn fylgdist með hvernig Portúgölum gekk í fótboltanum gegn Þjóðverjunum. Það heyrðust engin fagnaðarlæti hér í nágrenninu eftir þennan leik, gott ef hundarnir sem eru sígjammandi eru ekki hljóðari en venjulega eftir tapið. Það verður fróðlegt að vita hvort hanarnir láta heyra í sér í fyrramálið, eða hvort þeir verða daprir og þögulir eins og mann fólkið og hundarnir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli