Veður: 21°/39° heiðskýrt.
Nú hefur fjölgað í Kotinu á ný. Tvíburarnir sonardætur Þórunnar komu síðdegis ásamt móður sinni og fóstra. Þau koma akandi alla leið frá Danmörku. Þau eru búin að vera að skoða Spán og Portúgal á leiðinni hingað. Eru búin að koma við meðal annars í Barselona. Madrid. Granada, Lissabon, Porto og víðar, svo þetta er orðið mikið ferðalag hjá þeim. Það hefur víða verið mjög heitt þar sem þau hafa verið, en þau eru samt mjög ánægð með það sem af er ferðarinnar.
Nú ætla þau að slappa af hérna í nokkra daga og safna kröftum fyrir heimferðina. Ungu dömurnar hafa mikinn áhuga fyrir að komast á ströndina og baða sig í sjónum. Það er mjög góð strönd í aðeins þrjátíu kílómetra fjarlægð héðan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli