Veður: 17°/29° Þoka fyrst í morgunn, en henni létti fljótlega og eftir það var heiðskýrt.
Fórum í gönguferð í gegnum skóginn í morgunn á meðan það var mátulega heitt. Það var hljótt og gott í skóginum heyrðum bara í einni hjáróma kráku.
Síðdegis fórum við svo í sunnudagsbíltúr um fáfarna vegi sem liggja hér upp í fjalllendið. Það er fremur lítil byggð við þennan veg, en samt eru nokkur ný og glæsileg hús að finna þarna. Við sáum líka gamalt og lúið hús, sem var til sölu ef einhver hefur áhuga fyrir slíku.
Það er fallegt útsýni af þessum vegi yfir til þorpanna sem kúra sig í fjallshíðunum eins og skyrslettur á grænum dúk.
Þarna uppi er venjulega algjörlega hljótt, en ekki í dag, því það ómaði um loftir mótorskellir og háværir hátalarar í bland.
Það kom svo í ljós að niður í einum dalnum var Go Kart keppni í gangi og ef marka má af bílafjöldanum sem var þarna hefur verið mjög margt fólk að horfa á þessa keppni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli