21 júlí 2006

Kvaddir góðir gestir

Veður: 15°/26° Léttskýjað

Ég hafði gilda afsökun fyrir að skrifa ekki í dagbókina í gærkvöldi, því þá var síðasta kvöldið með gestunum okkar áður en þeir lögðu af stað til síns heima og í tilefni af því buðu þeir okkur út að borða.
Við fórum á veitingastaðinn sem við nefnum Bátaskýlið. Það voru allir mjög ánægðir með matinn og þjónustuna.
Þegar heim var komið luku þau við að pakka niður, því þau ætluðu að leggja snemma af stað.
Það var farið á fætur klukkan fjögur í nótt og þau lögðu af stað í sína löngu ferð klukkan fimm í morgunn.
Það er dálítið tómlegt í húsinu eftir að þau fóru, eins og ævinlega þegar góðir gestir eru farnir.

Við fórum í dag í stóru dótabúðina mína, núna til að skoða hitamæla. Það bilaði hitamælirinn sem sýndi útihitann og fyrir svona dellukarl um hita og veðurfar er það afleitt að vera ekki með hitastigin alveg á hreinu. Nú er ég sem sagt kominn með enn eitt nýtt leikfang, mælir sem sýnir hita og rakastig bæði inni og úti.
Við litum inn hjá honum Pétri í leiðinni, en hann býr í Aveiro.









Engin ummæli: