10 júlí 2006

Góðir gestir

Veður: 16°/29° Léttskýjað.

Í gærkvöldi komu til okkar góðir gestir, fyrrum nágrannar mínir úr Þorlákshöfn Aldurforsetinn í hópnum er hún Sigurlaug sem er orðin 85ára. Hún var gift frænda mínum en hann er látinn fyrir mörgum árum. Sonur hennar Þór er með í för og Áslaug kona hans ásamt steinunni dóttur þeirra.
Það er ánægjulegt að rifja upp með þeim atburði frá því við vorum nágrannar í Þorlákshöfn.
Áslaug vinnur við kennslu svo við fengum að skoða skólann hjá Grössu í morgunn og eftir að hafa sýnt okkur skólann var Grassa svo elskuleg að sýna þeim nýja húsið sitt. Þeim fannst mjög fróðlegt að sjá hvernig nýtt hús í Portúgal lýtur út.
Síðdegis fórum við svo öll í verslunarferð í Aveiro og enduðum ferðina á því að fá okkur að borða.

Engin ummæli: