27 júlí 2006

Góðir gestir

Veður:15,5°/30,8° skýjað fram eftir degi, en léttskýjað síðdegis. Gola síðdegis.

Unnum í garðinum í morgunn og aftur síðdegis.
Þórunn fór í klippingu í morgunn, en á meðan sá ég um elhúsverkin og hafði gaman af að malla.

Í kvöld komu í heimsókn Portúgalskir vinir okkar, þau Patricia og Rui.
Hún er fasteignasali og við kynntumst henni í sambandi við starf hennar. Hann er verkfræðingur og vinnur við háskólann í Aveiro. ´Þau eru bæði mjög elskuleg og gaman að spjalla við þau.
Þau segjast ekki vera góðir kaþólikkar og fara bara í kirkju þegar þeim hentar, en ekki um hverja helgi eins og nágrannar okkar.
Þau segjast vera trúuð, en ekki tilbúin að fara eftir öllu því sem kirkjan vill að þau geri, þannig að það lítur út fyrir að fólk sé að losa sig unda valdi kirkjunnar.






Posted by Picasa

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»