Veður: 12,3°/32,6° léttskýjað.
Nú er ég búinn að færa skinjarann fyrir hitamælinn. Áður var hann í skugga undir greinum Camomilltrésins, en nú er ég búinn að færa hann út á víðavang, en samt þannig að sólin nær ekki að skína beint á skynjarann. Áður birti ég sem lægsta hita hitastigið sem var þegar ég fór á fætur, en framvegis mun ég birta lægstu tölu næturinnar, svo það má reikna með að lágmarkshitinn verði nokkru læri en verið hefur. Á sama hátt birti ég þá tölu sem hæst verður yfir daginn. Það má líka reikna með að hún hækki nokkuð, þar sem ekki er lengur mælt hitastig í skugga.
Í gær buðum við þeim Geira og Rósu í mat til okkar í dag ásamt gestum þeirra, Helgu systir Rósu og Einari manni hennar.
Þau fengu ofnsteikta kalkúnabringu með öllu tilheyrandi, í eftirrétt var svo ostaeplakaka.
Þau völdu tímann sem borða skyldi og völdu að koma klukkan fimm, sem er mjög þægilegur tími.
Ég fékk að spreyta mig á að skreyta kökuna og árangurinn má sjáhér að neðan.
Eftir matinn var svo sest í stofu og spjallað um daginn og veginn, þá kom í ljós eins og ævinlega þegar Íslendingar taka tal saman að við könnuðumst sameiginlega við nokkrar manneskjur.
1 ummæli:
Here are some links that I believe will be interested
Skrifa ummæli