28 júlí 2006

Heimsóknir

Veður: 11,6°/32,8° léttskýjað.

Við fórum í leikfimi í morgunn, við erum búin að skrópa í leikfimi síðustu þrjár vikur, svo það var sannarlega kominn tími á að liðka sig aðeins. Það voru óvenjumargir mættir í morgunn, ef til vill vegna þess að þetta var síðasti leikfimitími fyrir sumarfrí. Það verður sem sagt engin leikfimi aftur fyrr en í september. Næstkomandi þriðjudag á að aka með liðið niður á strönd og gera einhverjar æfingar þar, eða að minnsta kosti fara í gönguferð. Leikfimikennslan hefur verið í sal við sundlaugina, en af einhvrjum ástæðum var í dag notaður salur í íþróttahúsi bæjarins og í þessum sal er svo mikið bergmál að ómurinn frá síðustu leiðbeiningumkennarans var ekki hættur að hljóma þegar næsta leiðbeining kom, svo þetta varð eiginlega einn samhljómur.

Grassa og Jóhanna litu inn til okkar í dag. Grassa er í sumarfríi, en hefur mjög mikið að gera við að þrífa sitt stóra nýja hús og nú bætist þar við að vinna í garðinum.

Í kvöld leit svo inn Elísabet nágranni okkar, hún var að færa okkur gúrkur og spjalla. Hún og bóndi hennar fara á ströndina á hvejum morgni klukkan átta og eru þar í þrjá ´tíma á meðan það er hæfilega heitt.

Myndina af tómatinum hér fyrir neðan tók ég hér úti í garði. Nú er tímitómatanna hjá okkur. Það er svo gott að borða þá sólvolga beint af plöntunni.

Engin ummæli: