02 júlí 2006

Óvænt

Dagurinn í ddag endaði öðruvísi en ég bjóst við, svo nú verð ég að bæta við dagbókina.
Ég ætlaði að fara að skrifa bréf klukkan að verða níu þegar dyrabjöllunni var hringt, en slíkt er sjaldgæft hér á bæ á þessum tíma dags.
Á tröppunum stóð þá Rósa, en við áttum alls ekki von á þeim hingað fyrr en á morgunn. Við fengum sms frá þeim í morgunn og þá voru þau nálægt Touluse í Frakklandi, svo það er ekki lítið sem þau eru búin að aka í dag.
Þau sögðust líka vera dálítið þreytt sem vonlegt er.
Þau skiptu á bílum í Svíþjóð daginn áður en þau lögðu á stað, eru nú á Opel Vegtra 2000 árgerð, en ég átti von á að sjá þau á Bens.
Það er gott að vera búin að fá þau í nágrennið á ný, við erum búin að sakna þeirra þennanmánuð sem þau eru búin að vera fjarverandi.















Að ofanGeiri við Opelinn.
Að neðan: þreyttir ferðalangar

Engin ummæli: