03 júlí 2006

Gönguferð

Veður: 14°/25° léttskýjað.

Unnið í garðinum í ,morgunn og bíllinn þveginn og ryksugaður.
Ég þori ekki annað en halda okkar Opel hreinum eftir að Geiri er líka kominn með Opel, því það sér aldrei rykkorn á hans bílum og ég gæti trúað að hann ræki mig úr Opelklúbbnum ef ég held bílnum ekki hreinum.
Við fórum eftir matinn með þeim Geira og Rósu til að athuga með nýja sjónvarpið sem þau komu með frá Svíþjóð en reyndist svo bilað þegar þau ætluðu að fara að nota það. Það var í ábyrgð sem betur fer en nú eru þau búin að bíða í fimm vikur eftir að fá tækið viðgert og í dag var okkur sagt að við mættum hringja eftir tvo til þrjá daga og fá fréttir. Það hafa verið gefin loforð síðustu tvo miðvikudaga um að það mætti örugglega koma og sækja tækið, en það hefur ekki staðist.

Við Þórunn fórum í góða gönguferð um Vale Maior í góða veðrinu í kvöld. Á heimleiðinni litum við inn hjá Grösu og Artúr. Þau eru núna að vinna í lóðinni við húsið sitt. Lóðin er rúmlega 2000 fermetrar, svo það er handtak að koma henni í lag og síðan að halda henni við.

Myndirnar sem fylgja með þessum pistli tók ég í gönguferðinni. Önnur myndin er að blómum skrýddum rafmagnsstaur, en á hinni sér yfir akurspildur.

Engin ummæli: