Veður: 5°/15,8° úrkoma 30mm. að mestu þurrt í nótt, en rigning í dag.
Þessi fyrsti sunnudagur í aðventu var rólegur og notalegur hjá okkur.
Fórum út að borða í hádeginu á stað í Aveiro sem heitir Torgalo. Þar fengum við okkur kjúkling að borða að hætti hússins, sem bragðaðist mjög vel, auðvitað var ekki látið þar við sitja, ábætir og kaffi var einnig innbirt með góðri list.
Við litum inn í eina búð á heimleiðinni, svona rétt fyrir siðasakir.
Síðdegis horfðum við á flotta jólatónleika frá Þýskalandi í sjónvarpinu, en við vorum svo heppin að Jón vinur okkar á Spáni lét okkur vita um tónleikana, annars er hætt við að þeir hefðu farið framhjá okkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli