Veður: -2°/18,2° heiðskýrt.
Þá eru blessuð jólin liðin og komið að skuldadögum, vegna ofáts og letilífs, nú er komið að því að streða og strita til að losa sig við aukakílóin.
Ég byrjaði daginn vel með því að far á stigvélina, en mikið finnst mér leiðinlegra að puða á henni en að hjóla.
Eftir hádegi fór ég svo í góðan hjólatúr og mikið var skemmtilegra að puða á hjólinu, en maskínu sem ekki hreyfist úr stað hvernig sem ólmast er.
Þegar verið er að hjóla er alltaf eitthvað nýtt sem ber fyrir augun, jafnvel þó búið sé að fara þessa sömu leið óteljandi sinnum. Það er mismunandi ilmur í lofti eftir árstíðum og staðsetningu. Nú bíð ég eftir því að fara að finna ilminn af mímósunni. Ég tók eina grein af mímósu með mér heim í dag til að reyna hvort hún gefur ekki frá sér ilm þegar hún er komin inn í hita.
Í dag fór ég eftir hjólabraut sem verið er að vinna við hér inni í Vouga dalnum. Núna er vinnuflokkur að vinna við að setja handrið meðfram brautinni þar sem er hátt út af henni, en það er nokkuð víða þverhnípt niður af brautinni, svo það er mikið öryggi í að fá handrið þarna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli