11 desember 2006

Hjólað á ný.

Veður: 0,2°/15,5° léttskýjað.

Byrjuðum útréttingar dagsins á fara á pósthúsið til kaupa frímerki á jólapóstinn, en þar sem það var löng bið eftir afgreiðslu brá ég mér á meðan Þórunn beið til tannlæknisins, en hann er í sömu götu og Pósthúsið.
Ég var svo óheppin það datt fylling úr tönn hjá mér svo ég ætlaði panta tíma, en var þá svo heppin það var laus tími eftir hálftíma, svo ég gat beðið og er komin með nýja fyllingu í tönnina. Venjulega er vikubið hjá tannlækninum.
Þegar þessum erindum var lokið fórum við til Aveiro til kaupa eitt og annað smálegt og einnig lét ég á það reyna hvort fyllingin í tönninni dygði til síns brúks svo við fengum okkur borða í leiðinni og enn er fyllingin á sínum stað og ég vona svo verði um ókomin ár.
Um tvöleitið fór ég svo hjóla, ég hef ekkert hjólað síðan ég var keyrður niður fyrir rúmri viku, en gekk allt vel og bílstjórarnir sýndum mér fulla tillitssemi eins og venja þeirra er, þetta var algjör undantekning þegar ég var keyrður niður. rennur vatn á ótrúlegustu stöðum á þeirri leið sem ég fór í dag eftir rigningarnar undanförnu, en allt í þeim farvegum sem það á vera.

Engin ummæli: