Veður: 1,7°/18,8° léttskýjað.
Fórum í verslunarferð í morgunn, því ísskápurinn var kominn með alveg hræðilegt garnagaul. Það kom á óvart að í sumum verslunum eru byrjaðar útsölur, raunar er þetta nefnd tilboð, því útsölur eiga ekki að hefjast fyrr en 7 janúar.
Eftir hádegi unnum við í garðinum. Klipptum niður runna, klipptum greinar af lárviðartrénu, því þær náðu orðið út fyrir garðinn og út á götu. Einnig þurfti að saga nokkuð margar greinar af pálmunum, því pálminn virðist loka fyrir næringu til neðstu greinanna svo þær fölna og verða ljótar og þá er ekki annað að gera en fjarlægja þær.
Þessi afskurður var svo brenndur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli