Fórum síðdegis til Aveiro, því Þórunn hafði áhuga fyrir að taka myndir af ljósaskreytingum þar þegar farið væri að rökkva.
Við byrjuðum á að fara í stóra verslunarmiðstöð, þar sem við fengum okkur síðdegiskaffi áður en myndatakan hæfist. Þar inni tók Þórunn fullt af myndum, en eftir það fórum við í miðbæ Aveiro þar sem Þórunn tók mikið af myndum úti, enda er þar fullt af fallegum ljósaskreytingum.
Sem sýnishorn læt ég fylgja eina mynd sem ég tók af bát á síkinu sem er í miðbænum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli