Eins og sjá má á hitatölunum var fremur svalt í morgunn, svo ég beið með það framyfir hádegi að fara út í garð að vinna, en þá var líka orðið þæglegasta veður til að vinna úti.
Ég var að sá bóndabaununum í dag, en fyrst þurfti að setja áburð í beðið og tæta honum saman við moldina.
Það er svo merkilegt að það er sama góða gróðrarlyktin af moldinni hér og í Flóanum forðum daga.
Það er alltaf einhver sérstök tilfinning að sjá gróðurmold sem búið er að sá í, það er einhver tilvísum á framtíð og að lífið haldi áfram.
Það er líka svo gaman að fylgjast með því þegar það sem sáð hefur verið fyrir fer að gægjast upp úr moldinni.
Þórunn setti niður hvítlauk og nú er bara að bíða og sjá hver árangurinn af þessu verður hjá okkur.
Baunabeð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli