Veður: 6,1°/12,2° úrkoma 30 mm. Skúraslembur í dag, það er kalt í lofti.
Fórum í morgunn með lausa drifið sem við keyptum í gær og ekki fékkst til að vinna í búðina þar sem það var keypt. Stúlkan sem við töluðum við kannaðist strax við hvert vandamálið var, það vantaði að forrita diskinn og það gerði hún fyrir okkur á stundinni, svo nú er Þórunn komin með afrit af sínum gögnum eins og vera ber.
Það var margt um manninn í verslunum í dag, enda frídagur hér og fólk hér fær tvöföld laun í desember, svo það hefur aðeins meira handa á milli núna en venjulega.
Það væri full þörf á að tvöfalda lægstu launin hér, því þau eru svo ótrúlega lág, að ég skil ekki hvernig fólk á að geta framfleytt sér af þessum launum.
Þessi frídagur í dag er tilkomin vegna Maríu meyjar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli