05 desember 2006

Veisluumhverfi

Veður: 9°/15,2° úrkoma 50 mm. Rigning.

Það er helst til frásagnar í dag það var mestu hkjótt í leikfiminni í morgun. Fólk bara einbeitti sér því gera æfingarnar, en venjulega er þetta eins og í fuglabjargi og þá vill verða misbrestur á fólk geti einbeitt sér æfingunum meðan það er verið spjalla.
Graca kom í heimsókn í dag meðal annars til skoða borðið sem við létum smíða til hafa hér á veröndinni, en hefur verið leyst af hólmi af öðru borði og var því notað sem vinnuborð í eldiviðargeymslunni.
Graca leist mjög vel á borðið til nota í veislukjallaranum sínum.
Ég tala um veislukjallara, því það er meininginn hjá henni ef hún býður fólki heim, þá verði því boðið í kjallarann. Það er verið setja upp vask og smáeldhúsinnréttingu. Þetta á vígja núna þann 16. desember, en þá bjóða þau nokkrum vinahjónum í heimsókn ásamt börnum líklega um 20 manns og Graca finnst ekki koma til greina hleypa þeim inn í stofuna sína, það gæti eitthvað skemmst.
Hún leggur einhverja aðra merkingu í orðið kósi en við erum vön, því hún segir þetta verði svo kósí þarna í kjallaranum, ómáluðum og mestu ópússuðum. Næsta veisla á svo vera í kjallaranum í maí, en þá verður veisla vegna fermingar dóttur hennar. Þetta er einhver lenska hér vilja halda veislur í bílskúrum, eða kjöllurum, þó fólk hafi gott húsrými.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er þetta sérkennilegt hjá fólkinu og ólíkt okkur sem viljum alltaf bjóða upp á það besta sem við höfum yfir að ráða. Ég vona að þú sért orðinn jafngóður eftir reiðhjólaslysið. Þú varst aldeilis heppinn að slasast ekki meira.
Ég sendi góðar kveðjur frá okkur Hauki.