Veður: 4,7°/18,7° heiðskýrt.
Aðalverkefni dagsins hjá okkur var að baka smákökur til að taka með okkur á litlujólin í leikfiminni á morgunn, í fyrramálið á svo að baka eplaköku, en eins og allir vita er eplakakan best alveg nýbökuð.
Í dag bökuðum við piparkökur, súkkulaði rúsínukökur og hafrakex. Það er lítið um bakstur á smákökum á heimilum hér og jafnvel að fólk sé aðeins hrætt við að bragða á því sem það ekki þekkir, en þeir sem eru kjarkaðir og þora að smakka á kökunum okkar kunna yfirleitt að meta þær.
Hér er mest um bakstur á ýmiss konar formkökum og það er ekki verið að spara eggin í þær, það er verið að nota frá sex upp í tíu egg í eina köku. Þessar uppskriftir hafa örugglega orðið til áður en vita var hversu mikið kólesteról er í eggjum.
Eftir baksturinn fórum við svo með síðustu jólakortin og pakkana á póst, svo nú er eiginlega bara framundan að bíða eftir jólunum, en ég hef trúlega yfir mun meiri þolinmæði að ráða nú en þegar ég var nokkrum áratugum yngri, þá gat biðin verið talsvert erfið og oftar en ekki var stolist til að þukla pakkana og reynt að giska á um innihaldið í þeim.
Graca og Artur komu í kvöld að sækja borðið sem þau ætla að nota í veislukjallaranum sínum. Við lánuðum þeim líka nokkra stóla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli