Veður: 3°/15,7° þoka í morgunn, síðan mistur en að lokum léttskýjað.
Joana var hér í pössun í morgunn, því Mamma hennar þurfti að mæta á fund.
Þær borðuðu svo hjá okkur mæðgurnar, svo hádegismatur var seinna en vant er á þessu heimili. Graca reiknaði með að vera komin af fundinum klukkan eitt, en af fenginni reynslu reiknuðum við ekki með að hún kæmi fyrr en hálftíma síðar en hún reiknaði með og það reyndist rétt.
Starf kennara hér virðist að mestu fara í að sinna skrifræðinu, það virðist þurfa að fylla út eyðublað fyrir hvert viðvik sem gert er, en svo vita kennararnir ekkert hvað verður um þennan pappír allan sem þeir senda frá sér.
Fundurinn í dag var til þess að kennararnir gætu rætta saman um hegðun nemenda sinna, en ef nemandinn á við einhver vandamál í námi , eða hegðun að stríða er lítið eða ekkert um úræði til bóta handa honum. Það er því vandséð hvert gagn slíkur fundur sem þessi gerir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli