Veður: 0,4°/18,9° Heiðskýrt.
Í góða veðrinu í morgunn vorum við að vinna í garðinum. Þórunn klippti rósirnar niður og gróðursetti sprota af rósum sem nágrannakona hennar gaf henni, afbrigði sem við áttum ekki. Hér er nóg að stinga afklipptum legg af rós ofan í moldina um þetta leiti árs, þá rótar hann sig og ber blóm næsta sumar.
Ég klippti hekkplöntur og setti safnhaugamold í spildu sem á að nota fyrir bóndabaunir, á eftir plægði ég svo spilduna.
Klukkan þrjú mættum við svo á litlu jólin með leikfimi systkinum okkar. Þetta voru tveir flokkar sem héldu litlu jólin sameiginlega, svo þetta voru nær fimmtíu manns þarna.
Það komu allir með mat með sér og það var ekki verið að klípa það við nögl sér. Maturinn sem settur var á borðið hefði örugglega verið yfirdrifinn handa tvö hundruð manns.
Einhverjar leikfimisystra minna höfðu greinilega farið út í hænsnahúsið sitt í gær og snúið eina af sínum hamingjusömu hænu úr hálsliðnum og nú var hænan komin þarna á borðið steikt og niðurbútuð og bragðaðist bara vel.
Það er mikill munur á kjötinu af hamingjusömu hænunum og þeim sem eru aldar upp í búrum, kjötið af þeim fyrrnefndu er mun seigara.
Einnig var verið með steikt svínakjöt og ein konan kom með kjötkássu í stórum potti. Nú svo voru auðvita saltfiskbollur, en þær þykja alveg ómissandi á hverju hlaðborði.
Þarna voru líka nokkuð mörg afbrigði af kökum.
Við fórum með eplaköku, sem líkaði vel, en það þorði enginn að bragða á smákökunum sem við vorum með. Fólk veit einfaldlega ekkert um smákökur. Ein konan spurði Þórunni hvort þessar kökur væru gerðar úr svínafitu og súkkulaði.
Leikfimikennaranum var fært úr í jólagjöf frá nemendunum, sem framtakssamar konur í hópnum höfðu séð um að kaupa.´Það var svo talsvert hallærislegt að sjá til þeirra þegar þær voru að fara um salinn og telja hve margir væru mættir til að taka þátt í að greiða fyrir gjöfina og láta kennarann sjá það til sín. Að talningu lokinni kom svo framkvæmdahópurinn saman til að deila kostnaðinum á þátttakendur og þar var sko ekkert verið að hvíslast á um þetta.
Þegar allir höfðu borðað nægju sína og rúmlega það var stiginn dans.
Það eru myndir frá samkvæminu komnar inn á myndsíðuna mína. Smellið á Myndir hér til hægri á síðunni.
Í góða veðrinu í morgunn vorum við að vinna í garðinum. Þórunn klippti rósirnar niður og gróðursetti sprota af rósum sem nágrannakona hennar gaf henni, afbrigði sem við áttum ekki. Hér er nóg að stinga afklipptum legg af rós ofan í moldina um þetta leiti árs, þá rótar hann sig og ber blóm næsta sumar.
Ég klippti hekkplöntur og setti safnhaugamold í spildu sem á að nota fyrir bóndabaunir, á eftir plægði ég svo spilduna.
Klukkan þrjú mættum við svo á litlu jólin með leikfimi systkinum okkar. Þetta voru tveir flokkar sem héldu litlu jólin sameiginlega, svo þetta voru nær fimmtíu manns þarna.
Það komu allir með mat með sér og það var ekki verið að klípa það við nögl sér. Maturinn sem settur var á borðið hefði örugglega verið yfirdrifinn handa tvö hundruð manns.
Einhverjar leikfimisystra minna höfðu greinilega farið út í hænsnahúsið sitt í gær og snúið eina af sínum hamingjusömu hænu úr hálsliðnum og nú var hænan komin þarna á borðið steikt og niðurbútuð og bragðaðist bara vel.
Það er mikill munur á kjötinu af hamingjusömu hænunum og þeim sem eru aldar upp í búrum, kjötið af þeim fyrrnefndu er mun seigara.
Einnig var verið með steikt svínakjöt og ein konan kom með kjötkássu í stórum potti. Nú svo voru auðvita saltfiskbollur, en þær þykja alveg ómissandi á hverju hlaðborði.
Þarna voru líka nokkuð mörg afbrigði af kökum.
Við fórum með eplaköku, sem líkaði vel, en það þorði enginn að bragða á smákökunum sem við vorum með. Fólk veit einfaldlega ekkert um smákökur. Ein konan spurði Þórunni hvort þessar kökur væru gerðar úr svínafitu og súkkulaði.
Leikfimikennaranum var fært úr í jólagjöf frá nemendunum, sem framtakssamar konur í hópnum höfðu séð um að kaupa.´Það var svo talsvert hallærislegt að sjá til þeirra þegar þær voru að fara um salinn og telja hve margir væru mættir til að taka þátt í að greiða fyrir gjöfina og láta kennarann sjá það til sín. Að talningu lokinni kom svo framkvæmdahópurinn saman til að deila kostnaðinum á þátttakendur og þar var sko ekkert verið að hvíslast á um þetta.
Þegar allir höfðu borðað nægju sína og rúmlega það var stiginn dans.
Það eru myndir frá samkvæminu komnar inn á myndsíðuna mína. Smellið á Myndir hér til hægri á síðunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli